Kynnisbréf frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar.
Málsnúmer201903089
MálsaðiliVelferðarráðuneytið
Tengiliður
Sent tilregina.asvaldsdottir@reykjavik.is ;snorri@seltjarnarnes.is ;adalsteinn@kopavogur.is ;bergljot@gardabaer.is ;rannveig@hafnarfjordur.is ;hera.o.einarsdottir@reykjanesbaer.is ;nmj@grindavik.is ;gudrun@sandgerdi.is ;uvi@mos.is ;sveinborg.kristjansdottir@akranes.is ;vildis@borgarbyggd.is ;sveinn@fssf.is ;margret@isafjordur.is ;arnheidur@vesturbyggd.is ;jenny@hunathing.is ;gretasjofn@skagafjordur.is ;felagsmalastjori@felahun.is ;Eyrún Rafnsdóttir;hh@fjallabyggd.is ;gudruns@akureyri.is ;hrodny@nordurthing.is ;julias@egilsstadir.is ;helga.gudlaugsdottir@fjardabyggd.is ;elisa.soley@hornafjordur.is ;maria@hveragerdi.is ;helgalind@felagsmal.is ;jonp@vestmannaeyjar.is ;gudlaugjona@arborg.is
SendandiSigríður Jónsdóttir
CC
Sent07.03.2019
Viðhengi

 

Kæri félagsmálastjóri.

 

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) hefur verið starfrækt frá því í maí 2018. GEF er ráðuneytisstofnun sem sækir umboð sitt til 17. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011, sem var breytt með lögum nr. 82/2015, þar sem kom heimild til að starfrækja ráðuneytisstofnanir sem  hluta ráðuneytis. Starfsemi stofnunarinnar grundvallast á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

 

Frá stofnun GEF hefur m.a. verið unnið að því að skýra verksvið stofnunarinnar og skyldur, að móta verkferla og verklagsreglur, að kynna verkefnasvið GEF fyrir helstu samstarfsaðilum, sem og að efna til tengsla við sambærilegar stofnanir í öðrum löndum til að fylgjast með nýjustu straumum og afla þekkingar á málasviðinu.

 

Með nýsamþykktum lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og uppfærðum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, og reglugerðum samfara þeim, eru heimildir til eftirlits mun skýrari en raunin var áður. Skilgreiningar á skyldum sveitarfélaga um framkvæmd þjónustu og á eftirlitshlutverki ríkisins hafa skýrst sem og heimildir til þess að sett séu gæðaviðmið á landsvísu. Skv. nýjum lögum þurfa einkaaðilar og félagasamtök sem eru í rekstri við veitingu þjónustu á sviðinu eða hyggjast hefja rekstur að sækja um starfsleyfi, sem GEF veitir.  

 

GEF vill með þessu bréfi minna félagsþjónustu sveitarfélaga á sig, þar sem nú má vænta þess að erindum fjölgi frá GEF til sveitarfélaga, í formi fyrirspurna, m.a. vegna ábendinga sem GEF fær um misbrest í þjónustu.

 

Hægt er að komast inn á heimasíðu GEF með því að slá inn gef.is. Vefslóðin er  https://www.stjornarradid.is/gaeda-og-eftirlitsstofnun/ . Á vefslóðinni https://www.stjornarradid.is/gaeda-og-eftirlitsstofnun/abendingar/ er fjallað um ábendingar um misbrest í stjórnsýslu eða þjónustu og skýrt hverjir, hvernig og hvenær er hægt að senda ábendingu. Einnig er hægt að senda póst á netfang stofnunarinnar  postur@gef.is og hringja í síma 5458100.

 

GEF væntir mikils af samstarfi við sveitarfélögin í þeirri sameiginlegu viðleitni okkar að auka lífsgæði landsmanna með því að bæta gæði og öryggi félagsþjónustunnar.

 

Með góðri kveðju,

Sigríður Jónsdóttir.

 

 

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/skjaldarmerki_undirskrift.jpg

Sigríður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri / Managing Director
Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar / Care Quality Inspectorate for social services and child protection
Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík, Iceland
Sími / Tel: (+354) 545 8100
www.stjornarradid.is - Fyrirvari/Disclaimer


https://www.stjornarradid.is/library/Y-RFS/jafnlaunavottun.JPG


Vinsamlegast hugið að umhverfinu áður en tölvupósturinn er prentaður / Please consider the environment before printing